Við erum búin að vera með góða gesti þessa helgina. Kelvin og Wendy komu frá Auckland til að fara í brúðkaup hjá vinafólki sínu og ákváðu svo að eyða helginni hér hjá okkur Svövu. Við kynntumst Kelvin í ferðinni okkar og gegnum Afríku og hann er sennilega ástæðan fyrir því að við enduðum hérna á Nýja Sjálandi þar sem við lofuðum honum að við myndum heimsækja hann hingað til Nýja Sjálands.....hann bjóst þó ekki við að sitja uppi með okkur í mörg ár í þessari heimsókn. Hann lét sig líka hafa það að koma alla leið til Íslands í brúðkaupið okkar Svövu og gátum við endurgoldið honum þá heimsókn fyrir rúmu ári þegar hann og Wendy giftu sig. Þau eiga nú von á sínu fyrsta barni í ágúst n.k. og eru eiginlega í starfsþjálfun þessa helgi. Birna Líf og Árni Kristinn hafa tekið þeim með kostum og kynjum enda ekki hverja helgi sem þau fá jafnmikla athygli. Þau hafa verið dugleg að nýta sér það og Kelvin og Wendy hafa þurft að leika alla mögulega og ómögulega leiki með þeim! Við erum búin að hafa það mjög gott með þeim um helgina, eldað góðan mat og drukkið góð vín með. Farið á markaðinn, leikvöllinn, sund, fjallahlaup.....og svo vill Kelvin endilega fara í skvass seinna í dag þar sem hann veit að hann getur malað mig í því......ætli ég láti mig ekki hafa það.
sunnudagur, maí 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli