Jæja, nú er farið að styttast allverulega í maraþonhlaupið en það verður 3. júní n.k. æfingarnar hafa verið að smáþyngjast og náði hámarki í líðandi viku með rúmlega 7 klst hlaupaæfingum. Hvorki ég né Svava höfum nokkru sinni hlaupið svona mikið og er liðirnir ekki alveg sáttir við öll þessi hlaup. Ég fékk í ökklann fyrir 3 vikum síðan en það er að jafna sig og versnaði ekki neitt þrátt fyrir 3 klst hlaup síðasta sunnudag. Svava er með bólgið hné hins vegar sem virðist taka sig upp við styttri hlaup og hún er því lítið búin að hlaupa síðustu rúmar 2 vikur og hefur skipt yfir í að synda og hnéið er nokkuð sátt við það. Það er því ekki ljóst hvort Svava geti hlaupið fullt maraþon 3ja júní en það er annað maraþon í boði í september niður í Dunedin sem hún gæti þá tekið þátt í í staðinn. Annars verður gaman þegar maraþonunum lýkur og við getum tekið til við að kajaka og fjallahjólast svolítið meira. Læt fylgja með myndir af fjallahlaupinu okkar Kelvins í gær í kringum Lyttelton, frábært sólskinsveður og útsýnið eftir því.
sunnudagur, maí 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli