Jólaundirbúningurinn var með hefðbundu sniði þetta árið, eða eins og hægt var með æfingar fyrir Coast to Coast að ná hámarki. Það voru að sjálfsögðu bakaðar allar nauðsynlegar sortir af smákökum, vondu kökurnar, súkkulaðibitakökur og fullt af piparkökum sem krakkarnir máluðu og skreyttu í öllum regnbogans litum. Hilmar hafði kæst skötu og var skötuveislan haldin að þessu sinni heima hjá Emmu og Hirti og var fjölmenni í veislunni þar sem mikið af ættingjum þeirra Hjartar og Emmu voru í heimsókn. Jólatréð var svo skreytt seint á Þorláksmessu og voru krakkarnir alveg að rifna úr spenningi þegar pakkahrúgunum var raðað í kringum jólatréð.
Svava greyið var þó fjarri góðu gamni þar sem hún fór sína fyrstu ferð niður Waimakariri ánna á Þorláksmessu og kom heim skelfingu lostin þar sem þetta var mun svaðilegra en hún hafði búist við og ekki alveg viss hvort hún vilji fara þetta aftur!
fimmtudagur, desember 27, 2007
Jólin
Veðrið hefur leikið við okkur um jólin með sól og hita í kringum 25 stigin. Jólaundirbúningurinn gekk vel með hefðbundnum jólabakstri og skötukæsingu. Þetta árið var skötuveislan haldin heima hjá Emmu og Hirti og var skatan vel kæst. Þau kveiktu svo upp í pizzaofninum og hver og einn útbjó pizzur eftir sínu höfði. Svava var reyndar fjarri góðu gamni þar sem hún var í bátsferð niður Waimakariri ána sem tók hana um 6 klst með tilheyrandi veltum í verstu flúðunum.
Á aðfangadag vöknuðum við snemma enda ekki alveg laust við smáspennu hjá þeim Birnu Líf og Árna Kristni. Skyrgámur hafði greinilega fundið okkur þrátt fyrir að við gerum honum erfitt fyrir með flutningum á hverju ári. Hann hafði smakkað á kræsingunum sem við skildum eftir fyrir hann og sullað skyri út um allt.
Matseðilinn á aðfangadag hjá okkur var eftirfarandi
Forréttur: Risarækjur, ostrur og risahumar A-La Eggi
Aðalréttur: Dádýrasteik með brúnuðum kartöflum, villibráðasveppasósu, Waldorfsalati, rauðbeðum og grænum baunum.
Eftirréttur: Ris-ala-mand sem Carolyn útbjó undir ströngu dönsku eftirliti, enda var útkoman rosagóð. Sem bónus-eftirrétt útbjó hún svo líka eplaböku sem við borðuðum með vanilluís.
Maturinn lukkaðist rosalega vel og krakkarnir voru orðnir ansi óþolinmóðir eftir að við hættum að borða og færum að ráðast á pakkana. það var algert pakkaflóð undir jólatrénu og fengu krakkarnir mikið af skemmtilegum gjöfum og hafa verið dugleg að leika sér að nýja dótinu sínu síðustu daga.
Fimleikamót hjá Birnu Líf
Birna Líf tók þátt í jólafimleikamóti hjá Christchurch School of Gymnastics. Hún var mjög spennt fyrir að taka þátt í sínu fyrsta móti en tók það ekkert of hátíðlega og skemmti sér mjög vel. Hún hafði meiri áhuga á að veifa til okkar upp í áhorfendastúku frekar en að fylgja nákvæmlega ,,rútínunum" sem var búið að setja þeim fyrir. Hún stóð sig mjög vel og fékk viðurkenningarskjal fyrir þáttökuna og voru allir hæstánægðir með daginn.
Ástralíuferðin
Í lok nóvember skelltum við okkur til Gold Coast Astralíu í 6 daga ferð. Þetta var svolítið stíft prógram hjá okkur þar sem við áttum að leggja af stað aðfaranótt mánudagsins 26 nóv en höfðu klárað 2 daga keppni þann 25 nóv (Tuatara-keppnina). Þetta var mjög góður tími , Við fórum með krakkana í dýragarð og skemmtigarð og lékum okkur á ströndinni. Hilmar var á þessum tíma á ráðstefnu að flytja erindi umrannsókn sem hann gerði sem hluta af sínum sérnámi og gekk bara mjög vel hjá honum. Eftir tæpa viku á Gold Coast í miklum hita, vorum við fegin að komast aftur heim til Lyttelton í rólegheitin og þægilegt hitastig 22-25.
Þorrablót
Þorrablótið þetta árið var haldið heima hjá Mikka í Sumner. Það mættu að sjálfsögðu allir Íslendingarnir og svo var töluvert af starfsfólki af bráðamóttökunni sem hafði verið boðið líka. Allir voru klæddir upp í víkingaföt og veisluborðið svignaði undan kræsingunum.......ekki alveg viss um að það væri akkúrat orðið sem Nýsjálendingum datt í hug við að líta á borðið.
það sem var á boðstólum var:
Sviðakjammar
Súrsaðir hrútspungar (upp úr ársgamalli mysu Ingó sem hann hafði fengið í ostagerð)
Flatkökur með hangikjöti
Kindakæfa
Kæst skata
Hangikjöt
Ábrystir
Hákarl
Fullt af íslensku brennivíni
Það er óhætt að segja að fólk hafi skemmt sér hið besta þetta kvöld, enginn komst undan því að smakka á öllum kræsingunum og þegar brennivínið var farið að segja vel til sín voru hinir engilsaxnesk-mælandi farnir að taka hraustlega undir með íslensku söngtextunum.
það sem var á boðstólum var:
Sviðakjammar
Súrsaðir hrútspungar (upp úr ársgamalli mysu Ingó sem hann hafði fengið í ostagerð)
Flatkökur með hangikjöti
Kindakæfa
Kæst skata
Hangikjöt
Ábrystir
Hákarl
Fullt af íslensku brennivíni
Það er óhætt að segja að fólk hafi skemmt sér hið besta þetta kvöld, enginn komst undan því að smakka á öllum kræsingunum og þegar brennivínið var farið að segja vel til sín voru hinir engilsaxnesk-mælandi farnir að taka hraustlega undir með íslensku söngtextunum.
Tuatara keppnin
Við Svava tókum þátt í Tuatara keppninni annað árið í röð. Í fyrra tókum við þátt sem lið en í ár ákváðum við að taka þátt sem einstaklingar og er það partur í undirbúningi okkar fyrir Coast to Coast keppnina í febrúar. Keppnin er yfir 2 daga og innifelur fjallahlaup, fjallhjól og svo sjókajak parta. Sibbi tók líka þátt í keppninni og var hann í liði með Einari og Carolyn, auk þess tók svo Ingó þátt með 2 öðrum drenghnokkum í liði.
Veðrið var eiginlega of gott þessa helgi og tók það verulega á að klára fyrri daginn í tæpum 30 stiga hita en við höfðum það þó af og fengum æðisleg útsýni fyrir fjallahlaup- og fjallahjólapartana. Á degi 2 var svo sennilega enn heitara en fyrsti parturinn sem var 12km hlaup gekk vel og fyrri partur fjallahjólsins. Þegar ég var kominn langleiðina upp hæsta partinn var ég byrjaður að fá slæma sinadrætti í báðum fótleggjum. Ég reyndi að ganga þetta úr mér og hélt ég væri aðeins að skána og fór að hjóla aftur á jafnsléttu og var búinn að festa mig í pedalana þegar ég fékk skyndilega heiftarlega sinadrætti í báða fætur bæði að framan og aftan. Ég gat ekki einu sinni losað mig úr pedölunum og féll því ákaflega tignarlega til jarðar. Þar lá ég svo út í vegarkanti þegar Svava kom hjólandi á eftir mér og við reyndum að dóla okkur aftur af stað en það gekk ekki upp fyrir mig og varð ég að hætta keppni þarna, en það er ágætt að þetta gerðist í þessari keppni og vonandi eitthvað sem hægt er að leiðrétta fyrir stóru keppnina í febrúar. Svava tafðist fyrir vikið og fékk því ekki að fara af stað í síðasta partinn af keppninni þannig að við keyrðum til Akaroa og vorum við verðlaunaafhendinguna. Ég fékk í sárabætur spot prize - fínasta björgunarvesti.
Hurunui áin
Seinni partur Grade 2 kayak námskeiðsins var alveg frábær. Við fórum með hópnum út úr Christchurch til að æfa okkur á Hurunui ánni. Við slógum upp tjaldbúðum og svo var okkur dempt út í ána að æfa okkur í að fara inn og út úr straumi, ,,ferrygliding" og svo smáflúðaferð líka. Þetta var alveg ótrúlega erftit til að byrja með og við ætluðum varla að komast frá einum bakka til annars en tókum sem betur fer nokkuð hröðum framförum. Okkur tókst báðum að velta þennan daginn og þegar Svava velti fyrst þá fattaði hún ekki að rífa sig úr bátnum og var fyrir vikið nánast búin að fara óplanaða eskimóaveltu ;) en eftir sjokkið við að velta einu sinni þá var ekkert mál lengur. Ég ákvað eftir mína aðra veltu að ég gæti svo sem prófað eskimóaveltuna sem við vorum búin að vera að æfa í sundlauginni. Ég var ennþá í miðjum flúðum....stillti mér upp og viti menn, haldiði að báturinn hafi bara ekki snúist við. Ég var ekkert smáhissa.
Um kvöldið elduðu þeir Len og Caleb fyrir okkur veislumat(Burritos) og var spjallað og drukkið smáviskí fram eftir kvöldi.
Dagur 2 fór svo í að æfa sig meira í heldur erfiðari straumi og í lokin fór Caleb með mig og Mark niður gljúfrið sem var æsispennandi. Mér tókst að velta tvisvar á leiðinni niður eftir en eskimóaveltan stóð fyrir sínu, nema eftir síðustu veltuna var ég orðinn svo þreyttur og var ennþá í flúðum þegar ég kom upp þannig að ég valt strax aftur og þurfti að synda að bakkanum. Þetta var ótrúlega skemmtileg helgi fyrir okkur, en við hefðum aldrei getað þetta nema fyrir það hvað Sibbi var hjálplegur að passa fyrir okkur.
Um kvöldið elduðu þeir Len og Caleb fyrir okkur veislumat(Burritos) og var spjallað og drukkið smáviskí fram eftir kvöldi.
Dagur 2 fór svo í að æfa sig meira í heldur erfiðari straumi og í lokin fór Caleb með mig og Mark niður gljúfrið sem var æsispennandi. Mér tókst að velta tvisvar á leiðinni niður eftir en eskimóaveltan stóð fyrir sínu, nema eftir síðustu veltuna var ég orðinn svo þreyttur og var ennþá í flúðum þegar ég kom upp þannig að ég valt strax aftur og þurfti að synda að bakkanum. Þetta var ótrúlega skemmtileg helgi fyrir okkur, en við hefðum aldrei getað þetta nema fyrir það hvað Sibbi var hjálplegur að passa fyrir okkur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)