fimmtudagur, desember 27, 2007
Ástralíuferðin
Í lok nóvember skelltum við okkur til Gold Coast Astralíu í 6 daga ferð. Þetta var svolítið stíft prógram hjá okkur þar sem við áttum að leggja af stað aðfaranótt mánudagsins 26 nóv en höfðu klárað 2 daga keppni þann 25 nóv (Tuatara-keppnina). Þetta var mjög góður tími , Við fórum með krakkana í dýragarð og skemmtigarð og lékum okkur á ströndinni. Hilmar var á þessum tíma á ráðstefnu að flytja erindi umrannsókn sem hann gerði sem hluta af sínum sérnámi og gekk bara mjög vel hjá honum. Eftir tæpa viku á Gold Coast í miklum hita, vorum við fegin að komast aftur heim til Lyttelton í rólegheitin og þægilegt hitastig 22-25.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli