fimmtudagur, desember 27, 2007
Fimleikamót hjá Birnu Líf
Birna Líf tók þátt í jólafimleikamóti hjá Christchurch School of Gymnastics. Hún var mjög spennt fyrir að taka þátt í sínu fyrsta móti en tók það ekkert of hátíðlega og skemmti sér mjög vel. Hún hafði meiri áhuga á að veifa til okkar upp í áhorfendastúku frekar en að fylgja nákvæmlega ,,rútínunum" sem var búið að setja þeim fyrir. Hún stóð sig mjög vel og fékk viðurkenningarskjal fyrir þáttökuna og voru allir hæstánægðir með daginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli