Þorrablótið þetta árið var haldið heima hjá Mikka í Sumner. Það mættu að sjálfsögðu allir Íslendingarnir og svo var töluvert af starfsfólki af bráðamóttökunni sem hafði verið boðið líka. Allir voru klæddir upp í víkingaföt og veisluborðið svignaði undan kræsingunum.......ekki alveg viss um að það væri akkúrat orðið sem Nýsjálendingum datt í hug við að líta á borðið.
það sem var á boðstólum var:
Sviðakjammar
Súrsaðir hrútspungar (upp úr ársgamalli mysu Ingó sem hann hafði fengið í ostagerð)
Flatkökur með hangikjöti
Kindakæfa
Kæst skata
Hangikjöt
Ábrystir
Hákarl
Fullt af íslensku brennivíni
Það er óhætt að segja að fólk hafi skemmt sér hið besta þetta kvöld, enginn komst undan því að smakka á öllum kræsingunum og þegar brennivínið var farið að segja vel til sín voru hinir engilsaxnesk-mælandi farnir að taka hraustlega undir með íslensku söngtextunum.
fimmtudagur, desember 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli