miðvikudagur, september 24, 2008
Ýmislegt
Við vorum að finna stórskemmtilegan nýjan garð í Christchurch sem heitir Bottle lake forest park, og fórum með krakkana þangað að æfa sig á hjólunum. Birna Líf er núna búin að ná því að hjóla án hjálpardekkja og Þegar hún var að horfa á ólympíuleikana um daginn og komst að því að Ísland hafi aldrei unnið gull....Þá sagðist hún bara verða að fara þangað og keppa fyrir Ísland til að vinna gull. Hún ætlaði að vinna gullverðlaunin í einhverri hjólagrein. Hún sagði svo að það væri bara eitt vandamál við þetta plan: ,,Ég veit ekki hvar þessir ólympíleikar eru"
Árni Kristinn æfði sig á gamla hjólinu hennar Birnu Lífar og stóð sig mjög vel. Hjálpardekkin eru nefnilega ekki alveg upp á það besta, þau bognuðu eftir hjólaferð Ásdísar fyrir allnokkru og hafa aldrei náð sér alveg. það er því ansi myndarleg slagsíða á Árni Kristni þegar hann er að hjóla en þetta hefst nú allt saman.
Árni Kristinn er núna byrjaður í tónlistarskólanum og er duglegur að æfa sig að syngja (enda syngur drengurinn eins og engill). Honum finnst það rosagaman þar sem hann er fríi fyrir hádegi á miðvikudögum á leikskólanum og fer í sund og svo tónlistarskólann á eftir.
Birna Líf er mjög dugleg að spila á píanóið og er ákveðinn í að halda tónleika niðri í bæ í Lyttelton fyrir jólin til að safna pening fyrir flugi til Íslands! Við keyptum fyrir hana píanóbók með jólalögum og hún er núna að æfa Rúdolf hinn rauðnefjaða fyrir tónleikana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Possibly the most amazing blog that I read all year! wedding dress sleeves Louboutin Shoes Bridesmaid Dresses
Skrifa ummæli