þriðjudagur, maí 25, 2010
Árni Kristinn 4 ára sept 2009
Við héldum upp á afmælið hans Árna Kristins í Lyttelton. Allir vinir hans komu að sjálfsögðu og svo Íslendingarnir allir líka. Það var alveg dásemdarveður með sól og góðum hita þannig að krakkarnir gátu leikið sér úti viðstöðulaust allann tímann og fullorðna fólkið naut veitinganna úti við. Árni Kristinn fékk margar skemmtilegar gjafir og mamma hans hafði bakað súkkulaðiköku undir hörðum súkkulaðihjúp sem krakkarnir þurftu að mölva með hamri og höfðu ekki lítið gaman af. Eitt af því sem krakkarnir þurftu að gera var að veiða nammipokann sinn upp af svölunum með veiðistöng og kom þá alls konar drasl líka upp með sem var iðulega mótmælt kröftuglega.
Handymans sept 2009
Íslandsferð 2009
Svava fór með krakkana í heimsókn til Íslands sumarið 2009 og voru þau þar í um 6 vikur. Mér er sagt að þetta sé að sjálfsögðu besta sumar frá upphafi vega á Íslandi og Svava sagði að það hefði í mesta lagi rignt 2svar sinnum. Ég leyfi myndunum að tala sínu máli, en þau tóku sér ýmislegt fyrir hendur í Íslandsferðinni og það voru óteljandi pottaferðirnar í Logafoldinni hjá þeim. Birna Líf fór á hestanámskeið og talar ennþá um hana Gleði sína sem hún saknar mikið. Þau fóru líka í ferðalag austur og komust í brúðkaup á Kópaskeri og heilsuðu upp á vini og vandamenn svo fátt eitt sé nefnt. Ég get ekki sagt að það hafi verið eins viðburðarríkt hjá mér í Dunedin dvölinni en ég komst þó frá eina helgina í að veiða Himalajageit í suður-ölpunum með Einari. Þetta var e-r erfiðasta veiði sem ég hef komist í. Við náðum 3 dýrum efst uppi í toppum og þurftum að vaða snjóinn upp í klof. Eftir að við höfðum skotið dýrin var komið myrkur og vorum við því í aðgerð uppi á fjalli í niðamyrkri og komu þá höfuðljósin í góðar þarfir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)