þriðjudagur, maí 25, 2010
Íslandsferð 2009
Svava fór með krakkana í heimsókn til Íslands sumarið 2009 og voru þau þar í um 6 vikur. Mér er sagt að þetta sé að sjálfsögðu besta sumar frá upphafi vega á Íslandi og Svava sagði að það hefði í mesta lagi rignt 2svar sinnum. Ég leyfi myndunum að tala sínu máli, en þau tóku sér ýmislegt fyrir hendur í Íslandsferðinni og það voru óteljandi pottaferðirnar í Logafoldinni hjá þeim. Birna Líf fór á hestanámskeið og talar ennþá um hana Gleði sína sem hún saknar mikið. Þau fóru líka í ferðalag austur og komust í brúðkaup á Kópaskeri og heilsuðu upp á vini og vandamenn svo fátt eitt sé nefnt. Ég get ekki sagt að það hafi verið eins viðburðarríkt hjá mér í Dunedin dvölinni en ég komst þó frá eina helgina í að veiða Himalajageit í suður-ölpunum með Einari. Þetta var e-r erfiðasta veiði sem ég hef komist í. Við náðum 3 dýrum efst uppi í toppum og þurftum að vaða snjóinn upp í klof. Eftir að við höfðum skotið dýrin var komið myrkur og vorum við því í aðgerð uppi á fjalli í niðamyrkri og komu þá höfuðljósin í góðar þarfir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli