þriðjudagur, maí 25, 2010
Árni Kristinn 4 ára sept 2009
Við héldum upp á afmælið hans Árna Kristins í Lyttelton. Allir vinir hans komu að sjálfsögðu og svo Íslendingarnir allir líka. Það var alveg dásemdarveður með sól og góðum hita þannig að krakkarnir gátu leikið sér úti viðstöðulaust allann tímann og fullorðna fólkið naut veitinganna úti við. Árni Kristinn fékk margar skemmtilegar gjafir og mamma hans hafði bakað súkkulaðiköku undir hörðum súkkulaðihjúp sem krakkarnir þurftu að mölva með hamri og höfðu ekki lítið gaman af. Eitt af því sem krakkarnir þurftu að gera var að veiða nammipokann sinn upp af svölunum með veiðistöng og kom þá alls konar drasl líka upp með sem var iðulega mótmælt kröftuglega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli