mánudagur, desember 04, 2006
Keppnin Tuatara og fleira
Tuatara Keppnin Jæja þá er fyrstu ,,multisport" keppninni okkar lokið. Hún er kannski ekki söguleg fyrir verðlaunasæti eða neitt slíkt, en við teljum samtað við höfum sýnt frækna frammistöðu með því að lenda þó ekki í síðasta sæti og öll náðum við mun betri tíma heldur en við bjuggumst við!Við skemmtum okkur alveg stórvel og Birna Líf og Árni Kristinn létu sér vel lynda að vera dregin um alla Banks peninsula um heila helgi, held baraað þau hafi haft gaman af. Nokkrum dögum fyrir keppnina hafði skipuleggjandi keppnarinnar samband við okkur og spurði hvort okkur væri ekki samaþótt að tekin væru viðtöl við okkur og myndir til kynningar á keppninni í framtíðinni. Okkur þótti það nú meira en sjálfsagt og daginn fyrirkeppnina kom myndatökuliðið að spjalla við okkur um fyrirkomulagið og kom þá í ljós að um var að ræða atvinnumenn frá Ný-Sjálenska sjónvarpinu.Þau eru að gera klukkustundar heimildarmynd um ,,multisport" á Nýja Sjálandi og helmingurinn af því verður um Tuatara keppnina með áherslu á liðið okkar! Sennilega vakti nafngiftin á liðinu ,,Eskimoes and Kiwi" athygli þeirra. Það var því úr að þau mættu svo klukkan 7 um morguninná keppnisdag til að fylgjast með okkar og taka viðtöl. Í gegnum alla keppnina vorum við svo hundelt á bílum, bátum og þyrlum og sennilega varþetta aðalástæðan fyrir því hvað við stóðum okkur vel. Afraksturinn verður svo sýndur í sjónvarpinu hér á Nýja Sjálandi í lok janúar og fáumvið eintök af þessu á DVD og lofum að senda ykkar heim til að skoða.Keppnin var ótrúlega vel skipulögð og skemmtileg. Kajakparturinn á degi 1 var mjög spennandi vegna slæms brims og sjóroks. Fyrir vikið endaðifjöldinn allur af ræðurum í sjónum og var ég sjálfur með sjóriðu um kvöldið. Að kvöldi fyrsta dags voru svo allir þáttakendurnir í tjöldum við Little River og var lifandi tónlist og geggjaður grillmatur í boði mótshaldara. Þetta var eiginlega eins og á besta landsmóti þar sem ungmennafélagsandinn sveimaði yfir vötnum.Dagur 1: Svava hljóp fjallahlaupið á 2:15, Hilmar Kajakaði á 2:01 og Shannon fjallahjólaði á 2:05Dagur 2: Shannon hljóp á 0:57, Svava fjallahjólaði á 2:15 og Hilmar Kajakaði á 1:45María og Heiðar voru í stuðningsmannaliðinu okkar og hjálpuðu með Árna Kristinn og Birnu Líf og að auki var María obinber ljósmyndari okkar á mótinu og hefðum við aldrei getað gert þetta án þeirra og viljum þakka þeim kærlega fyrir okkur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli