sæl öll
Það er ekki ofsögum sagt að Birna Líf sé að springa úr spenningi þessa dagana. Hún fékk bréf frá Ilam skóla þar sem umsókn hennar um skólavist var samþykkt. Hún situr löngum stundum og les bréfið (eða þannig) og veltir fyrir sér hvað hún þarf að hafa með sér í skólann og hvort við þurfum ekki að fara að kaupa handa henni skólabúning. Hún á að koma í tvær heimsóknir í skólann í maí og byrjar svo formlega í skólanum 5. júní þegar hún á afmæli. Þetta er afskaplega ánægjulegt þar sem Ilam skóli og barnheimilið sem þau Birna Líf og Árni Kristinn eru á eru við hliðina á háskólanum.
Svava er að drukkna í vinnu þessa dagana og er að rifja upp óendanlega mikla stærðfræði og algebru fyrir kúrsana sem hún er í . Gaman að takast á við ný verkefni þar, en krakkarnir eru svona að átta sig á að mamma er ekki alltaf til staðar fyrir þau út af skólanum og þurfa á mikilli athygli að halda þessa dagana.
Hilmar er búinn að taka byssuleyfið hérna úti og í gærkvöldi kom maður í heimsókn til að ganga úr skugga að ég væri ekki of persónuleikaraskaður til að meðhöndla skotvopn. Svava var spurð í þaula út í hvern mann ég hefði að geyma, hvort ég hefði nokkuð fengið alvarleg höfuðhögg og svo framvegis. Mjög áhugavert kerfi.
Við erum búin að setja inn fullt af nýjum myndum, sbr. linkinn hér til hliðar, á myndasíðuna okkar.
fimmtudagur, mars 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Nóg að gerast hjá litlu fallegu fjölskyldunni á Nýja Sjálandi greinilega:) Og það er nú gott.
Skemmtilegt þetta kerfi varðandi leyfisveitingu skotvopna. Hverju svaraði Svava annars þegar hún var spurð útí hvaða mann þú hefðir að geyma??? :) Bara svona forvitni:)
Skilið kveðju til Birnu Líf og segið að Eggi frændi biðji að heilsa og hlakki til að sjá mynd af henni í skólabúningnum
hæ, alltaf gaman að frétta af ykkur og sjá myndir af þessum æðislega krúttlegu krökkum. Er að fara að hitta hjúkkurnar á morgun, amk 2 ný börn bæst í hópinn síðan síðast. Mjög gaman að lesa um brúðkaupsgjöfina ykkar/átakið. Vonandi gengur þeim vel og leyfa okkur að fylgjast með áfram. Gangi þér vel við að sameinast algebrunni aftur Svava! ég læt tölfræðina duga...
kær kveðja, Óla
Wow ! Amazing blog to follow I would suggest to follow my all friends and family to follow his blog . Vivacious Blog - Full life and energy. Keep Posting, vintage wedding gowns christian louboutin platforms. Bridesmaid Dresses
Skrifa ummæli