Jólaundirbúningurinn var með hefðbundu sniði þetta árið, eða eins og hægt var með æfingar fyrir Coast to Coast að ná hámarki. Það voru að sjálfsögðu bakaðar allar nauðsynlegar sortir af smákökum, vondu kökurnar, súkkulaðibitakökur og fullt af piparkökum sem krakkarnir máluðu og skreyttu í öllum regnbogans litum. Hilmar hafði kæst skötu og var skötuveislan haldin að þessu sinni heima hjá Emmu og Hirti og var fjölmenni í veislunni þar sem mikið af ættingjum þeirra Hjartar og Emmu voru í heimsókn. Jólatréð var svo skreytt seint á Þorláksmessu og voru krakkarnir alveg að rifna úr spenningi þegar pakkahrúgunum var raðað í kringum jólatréð.
Svava greyið var þó fjarri góðu gamni þar sem hún fór sína fyrstu ferð niður Waimakariri ánna á Þorláksmessu og kom heim skelfingu lostin þar sem þetta var mun svaðilegra en hún hafði búist við og ekki alveg viss hvort hún vilji fara þetta aftur!
fimmtudagur, desember 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hello. I found this blog randomly, but I enjoy how thought provoking your words are. I hope you update soon.winter wedding dresses Christian Louboutin Boots Empire Wedding Dresses
Skrifa ummæli