fimmtudagur, september 25, 2008
Árni Kristinn 3ja ára
Árni Kristinn varð 3ja ára þann 16 og 17 september síðastliðinn. Hann hefur ekki verið neitt upprifinn yfir þessu afmælisstandi á meðan Birna Líf er búin að vera að skipuleggja þetta afmæli frá því hún var 6 ára. Við vöktum hann með afmælissöngi og hann opnaði pakkana sína þegar hann var búinn að átta sig á því að þetta væri kannski ekki svo slæmt þetta afmælisstand. það var haldið upp á afmælið hans á Íslandi með afmælisköku hjá Ásdísi og Svani og að sjálfsögðu bein útsending á skype á milli þessara tveggja afmælisveislna. Árni Kristinn fékk nýtt hjól frá okkur
Svövu (hann kallar það Motorbike) og svo var Tommi Togvagn þemað í hinum gjöfunum. Sunnudaginn á eftir var svo haldinn afmælisveislan og komu vinir hans af leikskólanum og var því að sjálfsögðu mikið líf í tuskunum fram eftir degi og fékk afmælisbarnið meira af Tomma Togvagnsdóti í afmælisgjöf.
Á 3ja ára afmælisdaginn var svo gert það sama og hjá Birnu Líf þegar hún varð 3ja ára......snuðin hans voru límd upp í loft með hans samþykki. Það var samt ekki laust við smá eftirsjá þegar hann fór í rúmið um kvöldið.
Þetta var samt ekki það eina sem var sambærilegt við 3ja ára afmælið hennar Birnu Lífar, hann fékk hjól eins og hún og þegar ég kom út á pall þá mætti mér Þorbjörg (sennilega að leysa Ásdísi af) á nýja hjólinu hans Árna Kristins!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hehehe það verður að gera gæðaprufu á þessu dóti sem krakkarnir fá, þetta getur verið stórhættulegt hver veit...Skekkti hún kannski líka hjálpardekkin ?
kveðja,
Ásdís
Æðislegt að fá að lesa nýja pistla og sjá nýjar myndir.
Söknum ykkar og hlökkum til að hitta ykkur um jólin. Margt breytt síðan síðast:)
Kossar og knús. Ósk og co.
ha ha nei ég held að dekkin hafi sloppið í þetta sinn ..okkur fannst þetta alveg rosalega sniðugt
Fara ekki að koma nýjar myndir og blogg?
Það er voða gaman að skoða þetta blogg og sjá sumarmyndir að sunnan.. ekki veitir af í kreppunni ;)
Kveðja,
Syst
Hello. I found this blog randomly, but I enjoy how thought provoking your words are. I hope you update soon.semi dresses Christian Louboutin Boots
Skrifa ummæli