þriðjudagur, nóvember 11, 2008
Hrekkjavaka
Birna Líf er búin að bíða eftir hrekkjavöku í eitt ár og loksins rann upp dagurinn. Birna Líf var klædd í nornabúninginn sinn og Árni Kristinn í Jack Sparrow sjóræningjabúninginn sinn og svo var gengið á milli húsa og æpt á húsráðendur (í orðsins fyllstu hvað Árna Kristinn varðar) ,,Trick or Treat". Afraksturinn nægir í þó nokkra laugardaga :)
Sumir húseigendur leggja mikið í hrekkjavöku hér ytra og skreyta allt heima hjá sér og eru með tilbúna nammipoka o.s.frv. Á einum staðnum var búið að stilla upp galdrakústi og við hliðina var skilti sem stóð á ,,broom parking". Það var líka búið að skreyta með köngulóarvef og graskerjum. Innandyra voru svo 2 eldri nornir til að taka á móti gestum og hafði sú eldri tekið út úr sér fölskurnar í tilefni dagsins og Birna Líf var sannfærð um þær væru alvörunornir en hefðu ekki gert okkur mein þar sem Birna Líf væri klædd í nornaföt og væri því í nornareglunni!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Frábært!!
Óendanlega miklar rúsínur þessi skinn :)
Kveðja, ásdís
Elskulega fjölskylda!
Mikid er gaman ad lesa um aevintyrin ykkar og sprellid i krökkunum ;-) Thad er svo gaman ad geta sed fyrir ser allt umhverfid ykkar thegar madur er buinn ad vera hja ykkur i heimsokn! Eg kiki alltaf annad slagid her inn tho ad eg kvitti ekki alltaf fyrir mig! Eg hef thad gott i Sverige med nyja kaerastanum :-P og lidur vel i frosti Dalanna... en hlakka mikid til ad koma heim um jolin og hitta fjölskyldu og vini! Fretti ad thid vaerud lika a leid heim og vonast til ad sja ykkur i jolabodinu hja afa og ömmu!Pabbi og mamma eru ad koma i heimsokn til min um helgina og taka ut nyja tengdasoninn... hehemmm... spennandi!
Thusund kossar ***
Kristbjörg fraenka
Til hamingju með afmælið þann 26. Elsku Svava. Vonandi áttirðu góðan dag. Bestu kveðjur frá okkur...
takk kaelega fyrir mig og gaman ad sja ad tho svo ad vid seum heldur lot ad lata inn pistla ad thid kikid a okkur herna...kristbjorg faer madur ad sja nyja gaejann um jolinn :)
Hæ Hilmar og fjölskylda hverngi væri að maður fengi að sjá einhverjar myndir eða eitthvað um ykkur ,kv Fjola frænka
Hello. I found this blog randomly, but I enjoy how thought provoking your words are. I hope you update soon.quinceanera dresses Christian Louboutin Heels Flower Girls
Skrifa ummæli