föstudagur, maí 15, 2009
Árni Kristinn tekur til hendinni
Hæ hæ
long time no blog.........nú verður aldeilis ráðinn bragarbót á því og á næstu vikum verður dælt inn pistlum þannig að annað eins hefur ekki sést á þessari bloggsíðu. Við vitum upp á okkur sökina, en til afsökunar þá virðist vera ansi tímafrekt að læra fyrir sérfræðingspróf, skrifa masterritgerð og sinna tveimur börnum...þá verður bloggið bara því miður útundan, en ekki lengur.
Ég ætlaði að byrja þetta með 2 myndum af Árna Kristni. Við vorum að sýsla einn daginn þegar Birna Líf var í heimsókn hjá vinkonu sinni og við vorum að taka til. Árni Kristinn vildi endilega ryksuga fyrir mig og svo æfði hann sig á píanóið á eftir eins og myndirnar sína. Hann stóð sig ljómandi vel og lenti ekki í því óhappi að ryksjúga nærbuxurnar sínar í ryksugana eins og
Birna Líf gerði á sínum tíma, með miklum harmkvælum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
I agree with many points. But in some areas, I feel we need to be more aggressive. Just my opinion. Love ya. halter neck wedding dresses!?! christian louboutin platforms. Accessories
Skrifa ummæli