laugardagur, maí 23, 2009

Áramótagleði





Áramótagleðin var haldin heima hjá Birnu og Kidda og var fjölmennt í veislunni. Þetta voru fyrstu áramótin sem Árni Kristinn sér flugelda, og þau fyrstu frá því Birna Líf var 2ja ára. Birna Líf var alveg hugfanginn af herlegheitunum, en Árna Kristni stóð ekki alveg á sama, sérstaklega ekki um stærstu og háværustu sprengjurnar. Okkur Svövu þótti þetta náttúrulega alveg frábært enda ekki verið í svona áramótastemmningu í mörg ár. Svanur átti líka stórleik með risabombunum frá Flubbunum, enda ekki von á öðru. Það er allavega enginn hætta á öðru en bumbubúinn hjá Ásdísi hafi tekið eftir hljóðbylgjunum frá sprengiríi pabbans. Ég mátti til með að láta eina mynd af Birnu og Ásdísi fylgja með, hún er bara e-ð svo kómísk þessi mynd.

Engin ummæli: