laugardagur, maí 23, 2009
Jólaboð
Það hefur ekki verið eins mikið að gera hjá okkur í jólaboðunum frá því við fluttum til Nýja Sjálands. Við fórum í heljarinnar skötuveislu á Þorláksmessu hjá Ásdísi og Svani í nýja húsinu þeirra og þetta er alveg örugglega besta leiðin til að komast í alvörujólastemmningu. Það jafnast ekkert á á við góða skötulykt. Upphaflega stóð nú til að sjóða skötuna í bílskúrnum en vegna tæknilegra örðugleika voru pottarnir færðir upp á span helluborðið til að klára gjörninginn. Á aðfangadag fórum við í messu í Langholtskirkju og svo aðfangadagsmatur al a Birna, en það er sennilega hvergi hægt að fá betri rjúpur eldaðar en þar. Svo vorum við að opna pakka fram eftir kvöldi, þ.e.a.s. aðallega krakkarnir. Á jóladag fórum við svo í risaveislu hjá Steina í Grindavík og fengum þar hangiketið, svínahamborgarahrygg og tilheyrandi góðgæti. Veisla 2 á jóladag var svo hjá Siggu þar sem frábær gæsasteik bættist á listann og svo annan í jólum fórum við í veislu til Svavars og Kristbjargar. Það er óhætt að segja að eftir það hafi verið kominn tími til að leggjast á meltuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli