þriðjudagur, júlí 14, 2009
Afmæli, fimleikamót og útilega
Ég átti víst afmæli enn eitt árið og er nú orðinn þrjátíu og átta ára. Það fer að styttast í eftirfarandi sannindi: ,,Inside every old person is a young person wondering what the f....happened". Svava bakaði að sjálfsögðu súkkulaðiköku handa mér og krakkarnir drógu mig á fætur og voru búin að teikna rosafínamynd handa mér.
Birna Líf tók svo þátt í fimleikamóti seinna í vikunni og um helgina ákváðum við að fara í útilegu úti í garði og tjölduðum stóra tjaldinu og borðuðum úti. Krakkarnir fengu svo að sjálfsögðu að sofna úti í svefnpokunum og þótti það mikið sport. Það hefur því miður ekki verið mikið um ferðalög hjá okkur upp á síðkastið enda bæði ég og Svava á lokasprettinum fyrir próf og Mastersritgerð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli