þriðjudagur, júlí 14, 2009

Sumarhátíð í Lyttelton




Í lok febrúar er haldinn sumarhátíð í Lyttelton og er þá aðalgötunni lokað og hún fyllist af sölustöllum af alls kyns heimaunnum varningi, fötum, mat og svo er líka boðið upp á vínsmökkun og götulistamenn eins og eldgleypar leika listir sínar. Fyrir krakkana eru settir upp stórir hoppukastalar, en það fór ekki betur en að loftdælan hætti allt í einu að virka og það þurfti hver að troðast um annan þveran þegar kastalinn riðaði til falls...krökkunum fannst þetta bara gaman og svo var dælunni skellt í gang aftur og fjörið hélt áfram. Slökkviliðið og St. John sjúkraflutningaþjónustan voru líka að sýna slökkviliðsbíla og kenna hjartahnoð á dúkkum o.s.frv. Birnu Líf og Árna Kristni fannst þetta mjög áhugavert og Birna Líf hamaðist við að hnoða á meðan að Árni Kristinn greip svæfingagrímuna óumbeðin og skellti á andlit dúkkunnar og byrjaði að kreista öndunarbelginn. Þau tóku sig mjög vel út eins og sjá má á myndunum.

Engin ummæli: