þriðjudagur, júlí 14, 2009
Páskaeggjaleit
Þetta árið fórum við í páskaeggjaleit í Quail Island sem er rétt fyrir utan Lyttelton. Við fórum snemma að morgni til að ná ferjunni og Einar og Carolyn fóru með okkur. Eyjan er álíka stór og Viðey og var áður fyrr holdsveikrahæli á eyjunni og núna er minjasafn þar um þann tíma. Það var búið að fela eða koma fyrir fullt af máluðum steinum sem átti að finna og skila inn í lokin fyrir páskaegg. Stóri vinningurinn var að finna gullmálaðan stein og fá risa gullpáskaegg í verðlaun. Krökkunum þótti þetta rosasport og voru dugleg að hlaupa fram og til baka að leita að þessum steinum sem voru faldir í litlum holum, í trjábolum eða bara meðfram göngustígnum. Við fundum öll nokkra steina og höfðum smátíma í lokin til að gæða okkur á nestinu sem við höfðum meðferðis. Krakkarnir voru að vonum ánægðir með öll litlu páskaeggin sem þau fengu í verðlaun og voru með súkkulaði út um allt brosandi andlitið í lok dagsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli