mánudagur, september 14, 2009

Emergency Emergency

Bara svona rétt tvær gamansögur í pistlahafinu í dag.

Í febrúar sl þá var sumarhátíð í Lyttelton og krakkarnir heimsóttu meðal annars St. John tjaldið og fengu tilsögn í hjartahnoði. Það var svo ekkert frekar rætt um þetta en það var augljóst um 2 mánuðum síðar að Birnu Líf hefur fundist þetta eftirminnilegt.

Svava var inni á baði að sinna Árna Kristni sem var í baði. Hún heyrir þá allt í einu mjög hátt í Birnu Líf....Emergency, Emergency. Svava kallar til baka hvað er að en fær bara til baka...Emergency, emergency, þannig að hún hleypur inn í stofu til Birnu Lífar. Þar er Birna Líf með hitapokann (sem er í loðskinni) og er búinn að setja hann í sófann. Hún segir við Svövu að hún sé með sjúkling í hjartastoppi og það þurfi að hnoða og fer svo að hamast á hitapokanum á stofusófanum. Ég var á kvöldvakt á spítalanum og kom seint heim. Næsta morgun þegar ég vakna þá er Birna Líf búin að fá Árna Kristinn til liðs við sig og ég vakna við það að þau eru bæði kominn upp í rúm og eru að bisast við að hjartahnoða mig...enn eitt emergency þann daginn.

Við höfum jafnan hent gaman að því hvað Árni Kristinn er sólginn í kjöt. Ég hafði eldað nautakjöt eitt kvöldið og kallaði á krakkana að maturinn væri tilbúinn. Ég var rétt búinn að brytja kjötið á diskana og ætlaði að fara að setja meðlæti á diskana þeirra líka en þá var Árni Kristinn búinn að skófla í sig öllu kjötinu. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki bíða eftir meðlætinu áður en hann borðaði kjötið....þá leit hann á mig og sagði ,,reyndu bara aftur pabbi"

3 ummæli:

Disa sagði...

hehe "reyndu bara aftur" frábært :0

Eggert Vébjörnsson sagði...

LOL
Frábær saga af ykkur feðgum.
Og þú hefur vafalaust reynt aftur ekki satt:)

Ósk og Raggi sagði...

Ekki það að þessi saga sé ekki skemmtileg en ég væri alveg til í nýrra update:)