föstudagur, júní 27, 2008

Birna Líf 6 ára





Birna Líf varð 6 ára þann 5ta júní síðastliðinn. Hún fékk fullt af pökkum (Árni Kristinn fékk líka) á afmælisdaginn sinn sem var á fimmtudegi og svo héldum við afmælisveislu á stað sem heitir Lollypop Playland eins og Birna Líf var búin að biðja um sl. hálft ár eða svo. Þessi staður er með þó nokkur herbergi fyrir veislur og svo miðsvæðis er risastórt leiksvæði þar sem krakkarnir klifra og leika sér í fjölbreyttum leiktækjum. Það er skemmst frá því að segja að veislan var þvílíkt skemmtileg og þegar kom að lokum veislunnar vildi enginn fara....bara leika áfram. Þetta árið pantaði Birna Líf sundlaugarköku sem Svava bakaði og við skreyttum svo saman. Það besta að okkur Svövu mati var þó að eftir veisluna þá bara fer maður og einhver annar sér um að taka til eftri allt fjörið, alveg hreint ágætt. Birna Líf fékk heilmikið af fínum gjöfum og var yfir sig ánægð með daginn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hello. I found this blog randomly, but I enjoy how thought provoking your words are. I hope you update soon.Off the Shoulder Wedding Dresses. christian louboutin platforms. Empire Wedding Dresses