þriðjudagur, júní 03, 2008

Dýragarðsferð





Ég fór með Birnu Líf og Árna Kristinn í dýragarðinn fyrir skemmstu og það er alltaf jafngaman fyrir okkur öll. Árna Kristni finnst alltaf mest gaman að fara í lestarferð þarna og skoða ljónin. Birna Líf er hins vegar spenntust fyrir því að fara að klifra á leikvellinum og gefa gíröffunum, kindunum og kálfunum að borða, en Árni Kristinn er svolítið smeykur við að nálgast kálfana of mikið.

Engin ummæli: