föstudagur, júní 27, 2008

Lyttelton street party






3ju vikuna í júní á hverju ári er haldið ,,Lyttelton Festival of Lights"

Þá skreytir fólk heimili sín með jólaljósunum, stóra grenitréið fyrir utan kirkjuna er skreytt með jólaljósum og á hverju kveldi eru viðburðir á veitinga- og skemmtistöðum Lyttelton. Lokakvöldið er grímuskrúðganga og svö götupartý með stöllum (m.a. jólaglögg til sölu), götulistafólki og hljómsveitarpalli sem lýkur svo með heljarinnar flugeldasýningu (kannski ekki á íslenskum mælikvarða).

Við buðum því í Pizzaveislu heim til okkar til að halda kveðjuveislu fyrir Sibba í leiðinni, enda styttist óðfluga í að hann fari að skella sér aftur á skerið. Það var því fjölmennt hjá okkur og eftir að hafa bakað 20-30 pizzur í ofninum skelltum við okkur öll niður í bæ. Birna Líf og Árni Kristinn skemmtu sér alveg stórkostlega við að dansa og hlusta á tónlistina í bænum. Þau voru svo alveg agndofa yfir flugeldasýningunni sem fylgdi á eftir, sannkölluð partýljón bæði tvö.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I agree with many points. But in some areas, I feel we need to be more aggressive. Just my opinion. Love ya. wedding dress with sleeves�� Christian Louboutin Sandal Bridal Dresses