föstudagur, júní 27, 2008
Vetur genginn í garð
Veturinn minnti óneitanlega á sig núna í byrjun júní með óvanalegi snemmkominni snjókomu á láglendi. Krakkarnir voru ekki lítið spenntir, en Árni Kristinn er ennþá mjög hissa á því hvað honum verður kalt á höndunum eftir að meðhöndla snjó! Það er e.t.v vona á góðum skíðavetri hér í vetur. Við ætlum að fara í vikuferð til Wanaka og Queenstown í byrjun júlí og komumst þá vonandi öll svolítið á skíði. Lopapeysurnar sem við fengum öll í jólagjöf eru því að koma að veeeerulega góðum notum um þessar mundir og eins og venjulega fer ótrúlegur tími og fyrirhöfn í að halda húsinu heitu með kamínu, hitapumpu, einangrandi gluggatjöldum og ofnum.....ef það kólnar mikið meira þurfum við að kippa búfénaðinum inn líka (kanínum og hænum) til að halda á okkur hita.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli