laugardagur, maí 23, 2009

Íslandsferð





Það er ekki lítið sem Birna Líf og Árni Kristinn voru búin að bíða eftir því að fara í flugvélina til Íslands í jólafrí. Það var byrjað að telja niður strax eftir afmæli Birnu Lífar í júní, og var það gert samviskusamlega á hverjum morgni fram að brottför. Ferðalagið gekk býsna vel, enda dásamlegt að fljúga með Singapore Air. Við vorum búin að bóka okkur herbergi á flugvallarhótelinu í Singapore, og gátum því lagt okkur og farið í bað etc með krakkana sem er ótrúlega endurnærandi. Það var yndislegt að koma heim, þar sem það hafði snjóað hressilega og því góð snjóbreiða yfir öllu sem krakkarnir voru rosaspenntir yfir. Birna, Kiddi, Sibbi, Ásdís og Svanur koma að taka á móti okkur og voru að vonum miklir fagnaðarfundir. Árni Kristinn var búinn að vera að leggja á borðið fyrir Sibba á Nýja Sjálandi í rúmt hálft ár eftir að Sibbi fór og var glaður að sjá hann. Það var búið að útbúa rosaflott krakkaherbergi hjá Birnu og Kidda og krakkarnir vildu bara fara strax að leika sér, þótt klukkan væri 2 að nóttu. Næsta dag kom svo fólkið okkar úr Grindó að heimsækja okkur og var að vonum gaman að sjá einn nýjan frænda í fyrsta sinn, hann Ísak Andra. Ég læt fylgja með nokkrar myndir af krökkunum og smá bardúsi úr snjónum. Ég mátti líka til með að hafa eina mynd úr jólahöllinni hennar ömmu í Grindó fylgja með.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

3a, for sure. Weird things happen to you! off the shoulder wedding dresses?! Christian Louboutin Pumps Column Wedding Dresses