föstudagur, maí 15, 2009

Jólatónleikar




Þá er komið að fyrstu sameiginlegu jólatónleikunum hjá Birnu Líf og Árna Kristni í tónlistarskólanum. Birna Líf er núna búin að vera að læra tónlist og píanó í þrjú og hálft ár og gengur rosalega vel. Árni Kristinn er að verða búinn að vera í hálft ár bráðum í ,,beebopper" að læra að syngja og leika sér og er líka ofsalega ánægður. Það var ekki að sökum að spyrja að Birna Líf gat ekki beðið eftir að komast upp á svið til að spila á píanóið. Hún hreinlega iðaði í skinninu. Árni Kristinn er hins vegar ekki alveg jafn gefinn fyrir að syngja og dansa uppi á sviði en fór nú samt upp eftir svolitlar fortölur. Söng aðeins en var nú aðallega að fylgjast með vinkonu sinni sem grét bara allan tímann sem þeirra atriði var í gangi. Eftir tónleikana var svo sameiginlegur matur og fórum við þá út í garð að fá okkur ,,picnic" og er myndin af Birnu Líf og Árna Kristni með tónlistarkennaranum þeirra, henni Ms Nicky, tekin þar. Þegar allir voru orðnir saddir þá kom jólasveinninn og útdeilid gjöfum. Hann átti í smáerfiðleikum með að bera fram nöfnin þeirra Birnu Lífar og Árna Kristins, en þau eru nú orðin vön því.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Very thought provoking.wedding dresses. buy louboutin shoes. Beach Wedding dresses