laugardagur, maí 23, 2009
Kominn tilbaka til Lyttelton
Jæja, eftir viðburðarríka ferð til Íslands erum við kominn aftur til Lyttelton. Það voru ekki nema 35 gráður daginn sem við lentum, hefði svo sem mátt vera aðeins nær 20 gráðum, svona til að leyfa okkur að aðlagast. Ferðin til Íslands var frábær, gaman að hitta alla vini og ættingja sem við höfum ekki séð í langan tíma. Við náðum að gera ansi margt, þótt það hafi farið lítið fyrir þeim lærdómi sem hafði verið planaður, en það er bara réttur tími til að bretta upp ermarnar og fara að læra á fullu. Sérfræðiprófið mitt er 17. feb og svo fer Svava nú á fullt að klára Mastersritgerðinni sína. Læt fylgja með fallega mynd af sólsetri daginn eftir að við komum til baka og jólamynd sem var tekinn af okkur í Ballantynes rétt fyrir brottför til Íslands.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gaman að fá blggið í gang hjá ykkur, og sérstaklega þegar fer að koma fréttir frá NZ.
Skrifa ummæli