miðvikudagur, júlí 29, 2009
Loksins loksins
Fyrstu helgina í maí þá sat ég loksins lokaprófið mitt í bráðalækningum. Þetta var löng og ströng helgi þar sem prófið er þríþætt og byrjar á laugardagsmorgni með löngu tilfelli. Eftir hádegi eru svo 6 styttri tilfelli og á sunnudagsmorgninum er lokahnykkurinn með 6 uppsettum dæmum eins og snákabitum o.s.frv. Þetta gekk sem betur fer allt upp og því mikill léttir að vera búinn að klára þetta. Nú þarf ég bara að ljúka 6 mánuðum á minni bráðamóttöku í Dunedin og ætti að fá sérfræðiviðurkenningu í Bráðalækningum hér ytra í desember n.k. Læt fylgja með mynd af mér og Mark Gilbert, félaga mínum, sem sat prófið með mér og svo mynd af mér í blómahafinu sem beið mín eftir komuna til Christchurch. Þetta var alveg frábær upplifun þegar ég fékk að vita eftir að ég lauk prófinu. Mér fannst þetta allt hafa gengið býsna vel og skellti mér niður í bæ í allskrýtnu skapi. Brosandi hringinn og mundandi Visa kortið hægri-vinstri. Það var meðal annars hljómsveit með tónleika í bænum og þeir voru svo frábærir að ég varð náttúrulega að kaupa diskinn þeirra líka. Um þrjúleytið þurfi ég svo að fara að ná í niðurstöðuna og þá kom stressið aftur af fullum krafti.....en allt gekk þetta nú vel. Ég flaug svo til baka til Christchurch með fyrsta fluginu daginn eftir og var fagnað vel af Svövu og krökkunum....enda krakkarnir alveg með það á hreinu að ég hafi ,,unnið"....þetta eru allt e-ar íþróttakeppnir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þið eruð öll algjörir sigurvegarar! Til hamingju bæði tvö, þið eruð svo dugleg og metnaðarfull að maður getur ekki annað en tekið ykkur til fyrirmyndar:)
Knús, Ósk.
Skrifa ummæli