mánudagur, september 14, 2009

Byrjun Júlí




Það var ákveðið að Svava og krakkarnir notuðu tækifærið á meðan ég er í Dunedin og Svava er að bíða eftir niðurstöðu úr Meistararitgerðinni sinni og færu í sumarfrí til Íslands. Fyrir brottför var náttúrulega nóg að gera við að pakka og gera allt klárt á sama tíma og Birna Líf var að byrja í skólanum í Lyttelton og Árni Kristinn er að hætta á leikskólanum hjá háskólanum og þarf að finna nýjan eftir að hann kemur til baka frá Íslandi í lok ágúst.
Birna Líf tók þátt í Matariki hátíð í skólanum sem er nýjársfagnaður Maori og var hún í svokölluðum Kapa Haka hóp sem söng og dansaði á skemmtuninni. Meðfylgjandi er mynd af henni í hefðbundnum Kapa Haka fötum sem hún tók sig vel út í. Árni Kristinn var að klára Beebopper tónlistarnámskeiðið sitt og er nú útskrifaður og fer að læra á píanó á næstu önn sem hann er mjög spenntur fyrir. Rétt fyrir brottför til Íslands var svo 4ra ára afmæli hjá Hugo, besta vin Árna Kristins og voru allir klæddir eins og sjórængjar. Svo var öllu pakkað niður fyrir Íslandsferðina og við fengum Magnús, Þórhildi og Krakkana í heimsókn og höfðum kjötsúpu um kvöldið og fórum með þau í göngutúr um Lyttelton og var rosagaman að fá þau í heimsókn, en þau voru á leið í smávetrarfrí til Ástralíu.

Engin ummæli: