mánudagur, september 14, 2009
Júní - Hilmar fer að vinna í Dunedin
Síðustu 6 mánuðina af þjálfun minni í bráðalækningum þurfa því miður að fara fram í Dunedin sem er rúmum 400 km suður af Christchurch. Ég er nú svo heppinn að Mikki er líka að fara suður eftir og við getum skipt vöktum eins og okkur sýnist og ég ætti því að geta farið a.m.k. 2-3 í mánuði til Lyttelton þar sem við ætlum ekki að rífa krakkan úr skóla/leikskóla fyrir þennan stutta tíma. Við pökkuðum því hafurtaskinu mína (kajak, fjallahjól etc) og keyrðum öll niður eftir til að kíkja saman á híbýli mín hér niðurfrá. Þetta var ljómandi skemmtileg helgi, við heimsóttum meðal annars Aquarium í Portobello og nutum samvista með Magnúsi, Þórhildi og börnum. Birna Líf og Gerður María náðu alveg svakalega vel saman og Birna Líf spyr mjög reglulega hvenær hún hitti íslensku vinkonu sína aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli