mánudagur, september 14, 2009

Júní 2 - Afmæli Birnu Lífar




Birna Líf varð sjö ára í ár....hún vildi endilega hafa veisluna í Cheeky Monkeys og fékk að bjóða öllum helstu vinkonum sínum. Þetta var mikið húllumhæ með hoppukastala, sjóræningjaskipi, fjársjóð, Carolyn kom sem trúður og svo endaði allt saman á diskóteki og limbókeppni. Líf og fjör og má segja að metnaðurinn við afmælistertuna hafi sennilega slegið út erfiðleikaskala fyrir ára. Turnarnir héldu sér þó allir á leiðina í veisluna þrátt fyrir að vera vel skakkari en sá frægi í Pisa

Engin ummæli: