miðvikudagur, júní 04, 2008
Hálfmaraþonið
Að venju tókum við þátt í maraþonhlaupinu hér í Christchurch fyrstu helgina í júní. Það eru núna 2 ár síðan ég, Svava og Ásdís tókum þátt í hálfmaraþoninu og við Svava fengum í okkur ,,multisport" bakteríuna leiddi svo til Coast to Coast þáttökunar í ár.
Það er sennilega ómögulegt að búa með okkur án þess að hreinlega neyðast til að taka þátt í herlegheitunum en við töldum okkur þó vera mjög höfðingleg að leyfa Sibba að velja hvort hann hlypi hálf eða heilmaraþon!!
Það sem Sigurbjörn var langánægðastu með var heil vika af ,,carbo loading" þar sem hann var óspart hvattur til að fá sér meira að borða á hverju kvöldi....ekki það að hann hafi þurft mikla hvatningu. Á sunnudaginn hlupum við svo hálfmaraþonið, en Svava var fjarri góðu gamni í ár þar sem hún fór með krakkana í afmælisveislu til vinkonu Birnu Lífar. Í staðinn ætlar Svava að hlaupa hálfmaraþon í Dunedin í september.
Það gekk nokkuð vel í hlaupinu og hljóp ég á 2:03 og Sibbi stóð sig frábærlega og hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon á 2:11.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Geggjaður árangur... Til lukku með þetta drengir ;) Fannst samt eins og hefði heyrt einhvern segja 2:07 hjá Sibba, spurning hvernig getur staðið á því!
Sjáumst á laugardaginn,
Þorbjörg
Til lukku með þetta! Glæasilegur árangur kappar :)
kveðja, Ásdís
ég ætla bara að labba:) ok
annars er ég farinn að íhuga að kaupa hlaupaskó en látið það ekki fara lengra
flott hjá ykkur íþróttagörpunum - svo er það bara fullt maraþon næsta ár
ég barasta mana ykkur!!
Skrifa ummæli