miðvikudagur, júlí 29, 2009

Loksins loksins aftur





Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði og Svava er búin að vera alveg á kafi í að ljúka Masters-ritgerðinni sinni. Það er alveg ótrúlegt þrekvirki að koma þessum 150 blaðsíðum saman á lokasprettinum þegar leiðbeinendur vakna allt í einu af þyrnirósasvefni og hafa skyndilega skoðun á öllu með tilheyrandi kommentum og óskum um lokaútreikninga. Allt hafðist þetta þó á endanum og Svava þeyttist um háskólasvæðið fimmtudaginn 28 maí til að koma ritgerðinni til skila. Það gekk að sjálfsögðu ekki áfallalaust og þegar lokayfirferð var lokið þá prentaði háskólafjölritun ritgerðina út....en þá kom í ljós að þeir eru enn með gamla útgáfu af word þannig að ritgerðin hafði tekið óvæntum breytingum! Þá reyndum við að fá að tengja tölvuna hennar Svövu beint inn á netið en það gekk ekki þar sem þeir voru ekki búnir að setja upp Vista kerfið....þannig að á endanum þeyttumst við heim til Maríu og Bergs og prentuðum út þær litmyndir sem ekki höfðu prentast í skólanum og röðuðum þessu saman og fórum með það í bindingu. Þá komst Svava að því að hún þurfti að fá undirskrift frá aðalleiðbeinanda sínum til að samþykkja skilin og hún hljóp til hans á meðan það var verið að binda inn ritgerðina og náði honum á leið út úr skrifstofunni. Svo hljóp hún til baka að ná í ritgerðina úr bindingu og þurfti svo að fara með hana á skrifstofuna og skila inn þar rétt fyrir lokun. Eftir það fór hún út úr byggingunni, stóð á stéttinni og vissi ekkert hvað hún átti að gera!!!
Þannig að það má segja að maí 2009 hafi verið viðburðarríkur hjá okkur og var áföngunum fagnað með miklu og góðu partýi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I agree with many points. But in some areas, I feel we need to be more aggressive. Just my opinion. Love ya. wedding dresses with lace sleeves Christian Louboutin Boots Bridal Wedding Dresses