þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Afmæli Svövu og vitnisburður MS ritgerðar





Það er svo gaman hvað krakkarnir eru alltaf spennt fyrir því að gera mikið úr öllum hátíðisdögum. Það voru tveir stórir dagar hjá Svövu þennan Nóvember mánuð. Hún fékk til baka vitnisburðinn fyrir Ms Ritgerðina sína sem var að sjálfsögðu mjög góður...ég vissi það alltaf en Svava hafði e-ar efasemdir. Við héldum upp á þennan áfanga með veislumáltíð og Svava opnaði m.a. pakka frá mömmu sinni og pabba, sem í leyndist hin heilaga ,,Helga". Matreiðslubók sem Svava var búin að vera bíða eftir að fá frá því hún giftist mér. Loksins erum við komin með allar upplýsingar um hvernig á að búa til þorramat og svo hefðbundinn íslenskan heimamat. Seinna í mánuðinum átti Svava svo afmæli og krakkarnir útbjuggu pakka fyrir mömmu sína og hjálpuðu við að baka súkkulaðikökur í skordýramótinu okkar.

Engin ummæli: