þriðjudagur, ágúst 17, 2010
Jólaplön 2009
Mér var boðinn vinna áfram í Christchurch en hún byrjar ekki fyrr en um miðjan janúar, þannig að við ákváðum að fara í ferðalag um Norður-eyjuna og ég myndi taka nokkrar aukavaktir í leiðinni á litlum spítala í bæ sem heitir Hawera og við komum til með að eyða jólunum þar. Ég vinn svo nokkrar vaktir í röð og svo höfum við tíma til að ferðast á milli og ætlum m.a. að heimsækja Kelvin vin okkar og eyða áramótunum með honum á Waihi Ströndinni. Krakkarnir fengu róló-dót í gjöf frá systkinum mínum í Grindavík og við ákváðum að þau fengju þá gjöf áður en við lögðum af stað, þar sem við komum ekki til baka fyrr en um miðjan janúar aftur. Eins og myndirnar sýna þá voru þau ekki lítið ánægð með þessa gjöf. Áður en við lögðum í hann var svo fullt af jólastússi í leikskólum og skólum og Sandy og Ilda komu í heimsókn til okkar með Margot og Zara til að kveðja okkur áður en þau leggja í hann í sitt ævintýri til Suður-Afríku.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli