mánudagur, ágúst 16, 2010
Hallowen Okt 2009
Eins og venjulega þá er mikið fjör á Halloween hér í Lyttelton. Mikill fjöldi krakka klæða sig í búninga og berja á dyr. Í einni götu fyrir ofan okkar er gömul kona sem klæðir sig upp í nornabúning og yngstu krakkarnir eru svolítið smeykir við að heimsækja hana. Í þetta sinn kom Hugo vinur hans Árna Kristins með að sníkja nammi og uppskeran var ekki rýr í ár. Í kvöldmatinn var svo Halloween Pizza. Læt lík fylgja með eina mynd af Birnu Líf og Árna Kristni þar sem þau höfðu hlutverka...eða a.m.k. fataskipti. Og svo tók Svava þátt í sinni fyrstu þríþrautarkeppni og hafði rosalega gaman af því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli