þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Desember 2009




Ég kláraði útlegðina í Dunedin í byrjun desember og Svava og krakkarnir komu að ná í mig til að vera viss um ég myndi skila mér. Það var nóg að gera í lok Nóvember hjá okkur í Dunedin að ganga frá öllu í leiguhúsnæðinu sem ég bjó í með Mikka og Rosie. Rosie hafði náð að klára prófin og var að bíða eftir að meðgöngunni lyki...1.desember fæddist svo Finnbogi litli og þá var allt klárt fyrir þau Mikka og Rosie til að flytja aftur til Christchurch líka. Þau eru búin að finna sér hús til að leigja í Christchurch en fá það ekki afhent strax og búa því hjá okkur í Lyttelton til að byrja með. Veðrið leikur við okkur, enda að koma hásumar og krakkarnir njóta þess að leika sér í garðinum og hafa yfirumsjón með dýrunum.
Þessir 6 mánuðir í Dunedin voru síðustu 6 mánuðirnir í minni þjálfun og í upphafi desember var ég því búinn að fá skráningu sem sérfræðingur í Bráðalækningum hér á Nýja Sjálandi og hef sótt um stöðu sem sérfræðingur á bráðamóttökunni í Christchurch og fer í viðtal seinna í mánuðinum.

Engin ummæli: