Laugardaginn Þann 4 september 2010 voum við fjölskyldan vakin við óþyrmilegan jarðskjálfta sem reyndist vera 7.1 á Richter. Ég hafði verið búin að vera með krakkana ein frá því á þriðjudeginum því Hilmar hafði farið til Melbourne á ráðstefnu og hafði ákveðið að fluga tilbaka um leið og henni lauk en var því ekki komin heim fyrr en um hálf tvö aðfara nótt laugardagsins. Hilmar var því aðeins búin að vera heima í 3 klst þegar kl 04:35 við hrukkum upp við snarppan hristing. Ég hentist fram úr rúminu eins og hægt er komin 7 mánuði á leið, og flýtti mér eins hratt og hægt var á eftir Hilmari sem hafði stokkið fram úr og inn í svefnherbergi krakkanna.Það var algert niðamyrkur þar sem rafmagnið var farið og því engin götuljós eða ljós í húsinu og hristingurinn gerði það að verkum að erfitt var að feta sig áfram í myrkrinu. Hilmar stóð hjá krökkunum sem sváfu í kojunum og reyndi að róa þau. Á meðan ég stóð í dyragættinni og beið eftir að Hilmar kæmist með þau til mín í dyragættina. Allt í kringum okkur hristist og skalf og innan úr eldhúsi mátti heyra þegar glös og diskar hrundu í gólfið og brotnuðu, bókahillur hristust og úr þeim allt sem dottið gat. Loks koms kom stutt pása eftir að því virtist endalausann tíma og Hilmar gat lyft krökkunum úr kojunum og komið með þau inn í dyragættina. Strax á eftir þá byrjuðu eftirskjálftarnir sem voru töluvert sterkir og við stóðum eins og negld í dyragættinni og reyndum eftir fremsta megni að vera róleg og vonuðum að húsið okkar, sem stendur upp fjallshlíð færi ekki af stað niður hlíðina. Eftir um það bil 20 mínutur ákvaðum við að við værum best sett fram í anddyri þar sem ekkert gat hrunið á okkur þar. Nú hefði komið sér vel að vera búin að útbúa einhverskonar neyðarpakka með luktum, batteríum og útvarpi , en það var nú eitt af því sem við vorum alltaf að fresta og gerðist aldrei. En ljós vildum við fá og Hilmar klæddi sig í skó, til þess að skera sig ekki á glerbrotum við að leita að vasaljósi eða kertum. Svo heppilega vildi til að Árni Kristinn hafði verið að leika sér með vasaljós í rúminu sínu um kvöldið áður þegar hann var að fara að sofa og fann Hilmar vasaljósið eftir stutta leit í rúminu hans. Ljósið var töluvert dauft en nothæft samt og Hilmar fór inn í eldhús að leita að kertum og eldspýtum.. Eftir stutta leit inn í eldhúsi fann hann eldspýtur og kerti og var mikil léttir að geta séð í kring um sig. Ég gat teygt mig inn í herbergið til krakkanna í úlpurnar þeirra og klæddi þau í til þess að halda á þeim hita því þau voru auðvitað hrædd og skulfu af kulda, þreytu og hræðslu. Þegar búið var að finna kertin gátum við farið að leita að vasaljósum og líta betur í kring um okkur. Fljótlega fundum við höfuðljós og gátum þá farið að skoða í kring um okkur en enn var töluvert um eftirskjálfta þannig að við fórum ekki langt. Ég bjó um krakkanna í dyragættinni með sængum og koddum úr rumunum þeirra á meðan við Hilmar skipulögðum hvað við ættum að gera næst. Við ákváðum að finna öll útivistafötin okkar og útbúa matarkassa og safna vatni ef hægt væri til þess að búa okkur undir það versta. Fyrst ákváðum við að best væri að athuga með nágrannana okkar sem eru eldri hjón á níræðisaldri og vera viss um að allt væri í lagi hjá þeim. Hilmar mætti síðan Sam , nágranna okkar sem býr fyrir ofan okkur í hlíðinni en hann var einmitt að koma og athuga með okkur af því hann hélt að Hilmar væri enn í burtu, en það er gott að vita til þess að eiga svona góða nágranna. Annað sem var merkilegt er að skömmu eftir að stóra skjálftanum lauk var töluverð umferð upp í fjall því fólk var hrætt um að nú myndi fylgja Tsunami, sem var ekki.
En semsagt í dyragættunum og anddyrinu hímdum við í nokkrar klst og þar sem engin gat sofnað aftur ákváðum við að byrja bara daginn og fengum okkur morgunumat á gólfinu í anddyrinu. Eftir skjálftann reyndum við að hafa samband heim til Íslands en náðum ekki í gegn en fengum txt frá Michelle í USA sem hafði þá strax heyrt af jarðskjálftanum. Hún gat svo haft samband heim til Íslands fyrir okkur í gegnum Ásdísi. En við vorum ekki enn búin að útvega okkur batteri í útvarpstæki og um kl 07 ákváðum við að athuga hvort einhver væri búin að opna niður í Lyttelton bænum. Hilmar fór niður í bæ og var þegar komin röð þar sem fólk var að kaupa upp allt sem hægt var til þess að byrgja sig upp, sér í lagi brauð, mjólk og batterý. Hilmar fékk sem betur fer batterí í útvarpið og við fengum fréttir af hamförunum og gátum heyrt tilkynningar frá almannavörnum.
Um kl átta ákváðum við að eftirskjálftarnir hefðu minnkað nógu mikið til þess að við gætum fært okkur inn í stofu og lagt krakkana í stofusófana. Við fórum yfir það með krökkunum hvað ætti að gera ef annar skjálfti kæmi, þá ættu þau að hlaupa fram í anddyri eða undir stofuborðið. En Árni Kristinn var alls ekki tilbúin að samþykkja að stóri skjáfltinn hefði verið jarðskjálfti af því að eins og hann sagði ,, við fórum ekki einu sinni undir borð eins og kennarinn minn sagði að ætti að gera'' og fyrst að við fórum ekki undir borð var enginn jarðskjálfti. En krakkarnir höfðu næg tækifæri á að henda sér undir borð það sem eftir lifði dags þar sem skjálftarnir héldu áfram að koma. Við fengum svo aftur rafmagn um kaffileytið sem var mikil léttir. Við vorum þó vel sett með kamínu til að hita húsið og gas til að sjóða vatn. Við fórum vel út úr þessum skjálfta en margir hér í Christchurch hafa misst hús og innbú. Miðbær Christchurch hefur farið einna verst út úr skjálftanum og er stór hluti af húsunum þar í rúst eða svo illa farin að rífa þarf þau af öryggisástæðum. Kaiapoi er annað hverfi sem hefur farið illa út úr skjálftanum og stóran hluta heimila þar þarf að rífa. Flest húsin hér í Lyttelton hafa farið vel út úr skjálftanum. Einna helst er um að ræða að skorsteinar hafi losnað eða hrunið og sögulegar gamlar byggingar í miðbænum hafa skemmst . Næstu tveir sólahringar hafa síðan verið litaðir af reglulegum eftirskjálftum stórum og smáum og vakið okkur nokkrum sinnum hverja nótt. Á þriðjudagsmorgni kom svo töluvert snarpur skjálfti 5,1 sem átti upptök sín hér rétt fyrir utan Lyttelton. Þetta hristi upp í fólki þar sem flestir voru farnir að vona að þessu færi að ljúka. Nú eru liðnir sex dagar og síðasta nóttin var sú fyrsta sem við sváfum án þess að vakna upp við jarðskjálfta. Við erum nú farin að vona að þessu sé að ljúka. Krakkarnir eiga að fara í skólann á mánudaginn þannig að lífið er nú smám saman að komast í samt lag.
2 ummæli:
Hæ
Þetta hefur verið óþægileg upplifun hjá ykkur. Ég skinja að það hljóti að vera óþægilegt að vera langtímum saman við aðstæður sem maður hefur enga stjórn á og veit ekki hvort versna eða hvenær ósköpunum hamförunum líkur.
Hveðja
Pabbi
Takk fyrir þessa greinargóðu lýsingu Svava mín ... Tek undir með pabba þínum um hve óvissan um framhaldið hlýtur að vera slítandi. Guð gefi að þetta sé bara búið núna ... Gangi ykkur vel í öllu ykkar starfi elskurnar.
Bk
Yst
Skrifa ummæli