föstudagur, september 10, 2010
Rotorua
Eftir frábær áramót með Kelvin og fjölskyldu þá keyrðum við aftur tilbaka til Hawera með viðkomu á hverasvæðinu Rotorua. Það fyrsta sem við fundum þegar við keyrðum inn á svæðið var að sjálfsögðu hveralyktin......svolítið eins og að vera kominn heim til Íslands aftur. Þegar við spurðum krakkana hvort þau fyndu ekki góðu lyktina þá héldu þau reyndar að einhver hefði bara leyst vind! Við fórum og skoðuðum Maori þorp sem hafði grafist eftir gos, svipað og Pompei á Ítalíu, það var mjög áhugavert að skoða sig um þar. Eftir það fórum við um stórt hverasvæði sem var mjög flott, mismunandi lit vötn og ýmisskonar setlagsmyndanir. Það var merkilegt að sjá hvað Nýsjálendingar eru búnir að skipuleggja þjónustuna vel í kringum hverasvæðin með gangstígum og öryggisgirðingum. Eflaust gætu Íslendingar lært mikið af þeim í þessum efnum, en við vorum samt sammála um að það væri meira gaman að skoða þetta heima á Íslandi og þurfa ekki að vera að borga morð fjár fyrir að skoða svona náttúrugersemar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli