föstudagur, september 10, 2010
Steggjapartí
Febrúar 2010, Mikki og Rosie eru að fara að giftast og því fylgir að sjálfsögðu steggjapartý fyrir Mikka. Ég, Bergur, Einar, Stulli, Jón Magnús og Oddur höfðum skipulagt skemmtilegan dag, við höfðum leigt skútu sem fór með okkur út frá Lyttelton Höfninni, vorum með nóg af bjór og skipperinn gaf okkur svo góðan rommsopa líka. Mikki fékk að reyna sig í koddaslag við okkur alla....og endaði jafnoft í sjónum. Eftir koddaslaginn, snorkluðum við eftir Paua skeljum sem voru grillaðir með hvítlaukssmjöri um borð í skútunni og runnu ljúft niður í fransbrauðs-samloku. Eftir bátssiglinguna eyddum við svo nóttinni í sumarhúsi í Purau þar sem eitt af því síðasta sem við gerðum var að vaða langt út í sjó í tunglskininu. Mjög skemmtileg og vel lukkuð steggjun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli