miðvikudagur, september 22, 2010
Slátur
Það er dúndurgangur í undirbúningi fyrir árstíðavillt Þorrablót hér í Christchurch. Það er búið að skipta verkum á meðal Íslendingana hér úti og það sem er m.a. í burðarliðnum er kæst Skata, síld, hákarl, harðfiskur, kleinur, ástarpungar, lifrarkæfa, flatkökur, pönnukökur, hangiket, uppstúfur, rófustappa, svið og í gær komum við svo öll saman heima hjá Maríu og Berg og tókum slátur! Flestir voru held ég að þreyta frumraun sína í að sauma keppina en það gekk allt framar vonum og voru teknir 30 lifrarpylsukeppir og 10 blóðmör og búið að smakka fyrstu suðu og bragðast alveg hreint ljómandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli