Við fórum á kórtónleika hjá Birnu Líf á þriðjudaginn sem var mjög skemmtilegt. Birna Líf er í kór í Christchurch School of Music sem er til húsa í gamalli og fallegri byggingu. Við getum ekki alveg sagt að okkur finnist við vera algerlega óhult þegar við erum þarna inni og tókum nú eftir óþægilega mörgum sprungum þegar við vorum á leiðinni út aftur. En tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og Birna Líf hefur greinilega mjög gaman af því að vera í þessu kórstússi. Læt fylgja með eitt video af tónleikunum.
miðvikudagur, september 22, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli