föstudagur, september 10, 2010
Rækjuveiðar
Eitt af því merkilegra sem við gerðum á Norður-eynni í þessu ferðalagi var að stoppa við norðurenda Taupo vatns. Þar eru þeir með rækjueldi á risarækju. Þegar við vorum að keyra fram hjá þá sáum við skilti sem auglýsti veiðileyfi á rækjunum.....þetta urðum við að sjá. Við fengum leigðar 4 bambus-stangir með smá girni á endanum og litlum öngli. Svo fengum við niðurskorið uxahjarta sem beitu. Svo hófst veiðin, við vorum með nesti og nutum þess að sitja í góða veðrinu og biðum þess að það yrði bitið á.....sem gerðist eftir nokkra bið. Fyrst ná rækjurnar sér í beituna og svo sér maður girnið færast þegar rækja er að fara með bitann ,,heim''. Þar stoppar hún og þá á að lyfta stönginni varlega upp og voilla.....risarækja á endanum, spriklandi af öllum lífs og sálarkröftum. Árna Kristni leist nú ekki á blikuna og skaust í burtu í hendingskasti og kom svo aftur eftir smástund að skoða rækjuna þegar hún var komin í örugga fjarlægð í fötunni. Við veiddum á endanum 4 rækjur.....kostnaður var 50 dollarar eða 12.50 per rækju, en þær voru þó ágætar á bragðið
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli