sunnudagur, september 19, 2010
Árni Kristinn 5 ára
Árni Kristinn er orðinn 5 ára og að byrja í skóla. Hann og Birna Líf eru búin að hlakka mikið til afmælisdagsins af því að þá löbbum við öll niður brekkuna og í skólann. Árni Kristinn var búinn að fara í eina skólaheimsókn, en hinar 2 sem hann átti að fara í féllu niður þar sem skólinn var lokaður eftir jarðskjálftann. Það var búið að baka súkkulaðiköku og skreyta allt í eldhúsinu og svo vöktum við Árna Kristinn með afmælissöngnum. Það var því veislu morgunmatur með súkkulaðiköku fyrir fyrsta skóladaginn....ekki amalegt það. Hann fékk svo fullt af pökkum, m.a. Spidermanbúning, legodót og fjarstýrðan bíl. Hann er ekki lítið montinn með að vera orðinn skólastrákur og sagði við mömmu sína.....,,þú verður að kaupa handa mér ný föt" þar sem hann vill ekki lengur vera í fötum með merkimiða sem segja 4ra ára.
Það gekk bara vel fyrsta skóladaginn og hann var lukkulegur með daginn. Hann var bara stutt fyrsta daginn og fór líka í Montessori leikskólann þar sem hann var kvaddur með pompi og prakt. Afmælisveislan verður svo haldinn á sunnudaginn kemur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Flottur spætermann að borða afmælisköku með 5 kertum.
Hver er þessi kall með skegg og glerau. Er þetta kanski boðflenna í afmælinu???????????
Afi
Skrifa ummæli