fimmtudagur, september 02, 2010

Jól á ferð og flugi





Þegar öllum jólatónleikum, skólalokum og boðum var lokið pökkuðum við öllu viðlegudótinu okkar niður og héldum af stað í átt til Hawera. Við keyrðum fyrsta daginn til Kaikoura og gistum þar í tjaldi sem krökkunum þótti ekkert smágaman. Þau hjálpuðu til við að setja upp tjaldið svona til að byrja með en misstu fljótt áhuga á því, enda fljót að finna alls konar leynistaði til að leika sér á í staðinn. Daginn eftir keyrðum við svo til Picton og gistum aftur í tjaldi þar og tókum svo ferjuna yfir til Wellington. Það var haugasjór á leiðinni og mikið af sjóveiku fólki um borð. Sem betur fer var þó trúðurinn sem var að skemmta börnunum ekki sjóveikur en það er ekki ólíklegt að hann hefði fengið meiri hlátrasköll ef veðrið hefði verið skárra. Við keyrðum svo áfram til Kapiti Coast sem er um klst norður af Wellington og gistum eina nótt á móteli áður en við ókum svo til Hawera þar sem við verðum um jólin.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Wow ! Amazing blog to follow I would suggest to follow my all friends and family to follow his blog . Vivacious Blog - Full life and energy. Keep Posting, bridal jacket Christian Louboutin Heels Vintage Wedding Dresses