fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Amma og afi loksins kominÞá eru Kristinn og Birna lent og hlutirnir gerast með hefbundnum hætti þegar þau koma...töskulaus eins og fyrri daginn. Flugfélaginu tókst að týna fyrir þeim töskunum annað árið í röð en sem betur fer kom þó allt í leitirnar enda allt veiðidótið hans Kidda í töskunni.

Birna Líf og Árni Kristinn hafa himinn höndum tekið að fá þau í heimsókn enda foreldrarnir langt frá því að vera eins dugleg að eltast við dyntina í þeim og Amma og Afi. Veðrið er búið að vera dásamlegt frá því að þau komu með sól og hita á bilinu 20-30 stig. Við rétt náðum að flytja inn í nýja húsið áður en þau komu með því að vera að mála myrkrana á milli, en það hafðist þó með mikilli hjálp frá vinum okkar hér úti og hafa þau öll mikla þökk fyrir. Að venju hafa síðan Birna og Kiddi ekki setið auðum höndum heldur er búið að standsetja allt húsið að nýju frá því þau komu hingað með gardínum, nýjum ljósum og húsgögnum.

Á morgun ætlum við Kiddi að fara með Ingó á veiðar í leit að fjallageitum í suðurölpunum og svo eftir helgi komumst við vonandi á Kanadagæs við Lake Ellesmere sem er ekki langt frá Lyttelton. Svava ætlar að vera eftir í Lyttelton og fara með Birnu á markaðinn, ströndina o.s.frv.

Látum þetta nægja í bili en bloggum fljótlega aftur...enda komin með nettengingu í nýja húsinu.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Nýja Húsið

Hæ öll

Við höfum ekki haft mikinn tíma til að blogga undanfarið. Vorum að fá húsið afhent á föstudaginn, búin að kaupa húsgögn og erum að fara að mála og laga til á morgun. Stefnum að því að flytja inn næsta miðvikudag og vera búin að koma okkur vel fyrir vonandi áður en Kiddi og Birna koma til okkar þann 18. febrúar.

Það er allt gott að frétta, við höfum það gott og veðrið er búið að vera dásamlegt. Svava var að komast að því að hún þarf að taka fleiri áfanga en hún hafði búist við á fyrstu önninni og varð að kaupa haug af nýjum stærðfræðibókum sem hún þarf að renna yfir á næstu 2 vikum....

Það er enn verið að bíða eftir varahlutum í myndavélina okkar en eigum að fá hana í næstu viku eins og bílinn okkar en það er verið að gera við hann eftir að það var bakkað inn í hliðina á honum þegar ég var nýbúinn að keyra Þór, Suzanne og Willum út á flugvöll.

Bless í bili og setjum vonandi inn nýjar myndir af húsinu okkar þegar myndavélin kemur úr viðgerð.