fimmtudagur, september 25, 2008

Árni Kristinn 3ja ára

Árni Kristinn varð 3ja ára þann 16 og 17 september síðastliðinn. Hann hefur ekki verið neitt upprifinn yfir þessu afmælisstandi á meðan Birna Líf er búin að vera að skipuleggja þetta afmæli frá því hún var 6 ára. Við vöktum hann með afmælissöngi og hann opnaði pakkana sína þegar hann var búinn að átta sig á því að þetta væri kannski ekki svo slæmt þetta afmælisstand. það var haldið upp á afmælið hans á Íslandi með afmælisköku hjá Ásdísi og Svani og að sjálfsögðu bein útsending á skype á milli þessara tveggja afmælisveislna. Árni Kristinn fékk nýtt hjól frá okkur
Svövu (hann kallar það Motorbike) og svo var Tommi Togvagn þemað í hinum gjöfunum. Sunnudaginn á eftir var svo haldinn afmælisveislan og komu vinir hans af leikskólanum og var því að sjálfsögðu mikið líf í tuskunum fram eftir degi og fékk afmælisbarnið meira af Tomma Togvagnsdóti í afmælisgjöf.
Á 3ja ára afmælisdaginn var svo gert það sama og hjá Birnu Líf þegar hún varð 3ja ára......snuðin hans voru límd upp í loft með hans samþykki. Það var samt ekki laust við smá eftirsjá þegar hann fór í rúmið um kvöldið.
Þetta var samt ekki það eina sem var sambærilegt við 3ja ára afmælið hennar Birnu Lífar, hann fékk hjól eins og hún og þegar ég kom út á pall þá mætti mér Þorbjörg (sennilega að leysa Ásdísi af) á nýja hjólinu hans Árna Kristins!

miðvikudagur, september 24, 2008

Snjóstormur og diskótekFyrsta skiptið frá því við fluttum til Lyttelton setti niður snjó á láglendi. Krakkarnir nánast rifnuðu úr spenningi og voru handviss að nú væru jól. Þau voru því drifinn í kuldagallan og skelltu sér út að leika sér í snjónum á meðan það varði.
Ég læt fylgja með myndir þar sem Birna Líf var á diskóteki með vinkonum sínum og var hún alveg í essinu sínu þar. Annars kom það upp á að kanínan hennar Birnu Lífar dó í svæfingu og var mikil sorg hjá okkur og mikil umræða um lífið og tilveruna og á endanum voru allir sáttir við að ,,afi sjóræningi" myndi líklegast taka á móti henni með stórri gulrót. Hún var svo jörðuð með viðhöfn í garðinum okkar og svo fékk Birna Líf nýja kanínu til að halda kanínunni hans Árna Kristins félagsskap og var hún mjallahvít eins og sú fyrri og fékk sama nafnið: snjór

Ýmislegt


Við vorum að finna stórskemmtilegan nýjan garð í Christchurch sem heitir Bottle lake forest park, og fórum með krakkana þangað að æfa sig á hjólunum. Birna Líf er núna búin að ná því að hjóla án hjálpardekkja og Þegar hún var að horfa á ólympíuleikana um daginn og komst að því að Ísland hafi aldrei unnið gull....Þá sagðist hún bara verða að fara þangað og keppa fyrir Ísland til að vinna gull. Hún ætlaði að vinna gullverðlaunin í einhverri hjólagrein. Hún sagði svo að það væri bara eitt vandamál við þetta plan: ,,Ég veit ekki hvar þessir ólympíleikar eru"
Árni Kristinn æfði sig á gamla hjólinu hennar Birnu Lífar og stóð sig mjög vel. Hjálpardekkin eru nefnilega ekki alveg upp á það besta, þau bognuðu eftir hjólaferð Ásdísar fyrir allnokkru og hafa aldrei náð sér alveg. það er því ansi myndarleg slagsíða á Árni Kristni þegar hann er að hjóla en þetta hefst nú allt saman.
Árni Kristinn er núna byrjaður í tónlistarskólanum og er duglegur að æfa sig að syngja (enda syngur drengurinn eins og engill). Honum finnst það rosagaman þar sem hann er fríi fyrir hádegi á miðvikudögum á leikskólanum og fer í sund og svo tónlistarskólann á eftir.
Birna Líf er mjög dugleg að spila á píanóið og er ákveðinn í að halda tónleika niðri í bæ í Lyttelton fyrir jólin til að safna pening fyrir flugi til Íslands! Við keyptum fyrir hana píanóbók með jólalögum og hún er núna að æfa Rúdolf hinn rauðnefjaða fyrir tónleikana.

Gönguferð

Við fórum svo heim aftur í gegnum Haast skarðið og upp vesturströndina til að skoða Frans Jósef jökulinn. Í einu matarstoppinu okkar hittum við ungan mann sem er búinn að vera að hjóla um suðureyjuna sl. 3 mánuði og átti enn eftir u.þ.b. mánuð. Hann er Nýsjálendingur sem er á milli starfa og ákvað að nota tækifærið og ferðast loksins e-ð um landið sitt.
Helgina eftir að við komum heim skelltum við okkur út á Codley Head sem er rétt hjá Lyttelton. Þar niðri við sjóinn eru minjar frá því í seinni heimstyrjöldinni. Það eru húsarústir og svo nokkur skotbyrgi sem eru í mynni Lyttelton Harbour. það er töluverð ganga að komast þarna niður og svo þarf að ganga í gegnum göng á endanum. Það var búið að rigna töluvert mikið dagana á undan þannig að stígurinn og göngin voru eitt leðjusvað. Krakkarnir höfðu rosagaman af þessu brölti og þegar við komum loks upp í bíl aftur þurfti að taka þau nánast úr hverri spjör svo það yrði ekki leðja út um allan bíl.

Wanaka - vetrarfrí

Það er víst löngu kominn tími á framhald á pistlunum.....við erum búin að vera í vetrarhýði en nú er hitinn að komast yfir 20 stigin og sól skín í heiði þannig að ég ætla að hrúga þeim inn í dag!

Við eyddum einni viku í góðu yfirlæti í Wanaka sem er alveg frábær staður til að vera á. Við stefnum á að koma hér aftur að sumarlagi til að kanna umhverfið nánar, en hér er endalaus útivist í boði með fjölmörgum fjalla- hjóla og hlaupastígum, kajak á vatninu, veiði o.s.frv.
Við skelltum okkur tvisvar á skíði á svæði sem heitir Cardrona. Fyrri daginn var lélegt skyggni, snjómugga og frost. Árni Kristinn var sennilega að uppgötva ískaldar tær í fyrsta skipti og vissi eiginlega ekkert hvað var í gangi, tómur sársauki í tánum. Eftir smá nudd og hlýrri sokka fékkst hann þó af stað á þotuna og svo á skíði. Seinni dagurinn var hins vegar alveg frábær, heiðskírt og ótrúlega fallegt útsýni. Birna Líf fór í skíðaskóla og stóð sig mjög vel. Árni Kristinn skíðaði hins vegar með okkur og fékk að leika sér á snjóþotunni. Við Svava skiptumst á meðan á að fara í stólalyftuna upp á topp til að leika okkur aðeins :)