mánudagur, september 14, 2009

Emergency Emergency

Bara svona rétt tvær gamansögur í pistlahafinu í dag.

Í febrúar sl þá var sumarhátíð í Lyttelton og krakkarnir heimsóttu meðal annars St. John tjaldið og fengu tilsögn í hjartahnoði. Það var svo ekkert frekar rætt um þetta en það var augljóst um 2 mánuðum síðar að Birnu Líf hefur fundist þetta eftirminnilegt.

Svava var inni á baði að sinna Árna Kristni sem var í baði. Hún heyrir þá allt í einu mjög hátt í Birnu Líf....Emergency, Emergency. Svava kallar til baka hvað er að en fær bara til baka...Emergency, emergency, þannig að hún hleypur inn í stofu til Birnu Lífar. Þar er Birna Líf með hitapokann (sem er í loðskinni) og er búinn að setja hann í sófann. Hún segir við Svövu að hún sé með sjúkling í hjartastoppi og það þurfi að hnoða og fer svo að hamast á hitapokanum á stofusófanum. Ég var á kvöldvakt á spítalanum og kom seint heim. Næsta morgun þegar ég vakna þá er Birna Líf búin að fá Árna Kristinn til liðs við sig og ég vakna við það að þau eru bæði kominn upp í rúm og eru að bisast við að hjartahnoða mig...enn eitt emergency þann daginn.

Við höfum jafnan hent gaman að því hvað Árni Kristinn er sólginn í kjöt. Ég hafði eldað nautakjöt eitt kvöldið og kallaði á krakkana að maturinn væri tilbúinn. Ég var rétt búinn að brytja kjötið á diskana og ætlaði að fara að setja meðlæti á diskana þeirra líka en þá var Árni Kristinn búinn að skófla í sig öllu kjötinu. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki bíða eftir meðlætinu áður en hann borðaði kjötið....þá leit hann á mig og sagði ,,reyndu bara aftur pabbi"

Nokkrar myndir frá ferð til Gore Bay
Við fórum í ferðalag til Gore Bay með Carolyn og Einari á meðan Svava var á haus að klára verkefnið sitt og fylgja nokkrar myndir með úr þeirra ferð. Eitt að því sem kom upp á þegar Árni Kristinn var að hlaupa í fjörumálinu var að það kom inn hressileg alda og þegar útsogið kom þá missti hann fótanna og rúllaði í fjóra fimm hringi í sandinum og var ansi brugðið. Ég var nú við hliðina á honum þegar þetta kom fyrir og tók hann strax upp og hann jafnaði sig strax of hljóp aftur af stað með hárið smekkfullt af sandi.

Byrjun Júlí
Það var ákveðið að Svava og krakkarnir notuðu tækifærið á meðan ég er í Dunedin og Svava er að bíða eftir niðurstöðu úr Meistararitgerðinni sinni og færu í sumarfrí til Íslands. Fyrir brottför var náttúrulega nóg að gera við að pakka og gera allt klárt á sama tíma og Birna Líf var að byrja í skólanum í Lyttelton og Árni Kristinn er að hætta á leikskólanum hjá háskólanum og þarf að finna nýjan eftir að hann kemur til baka frá Íslandi í lok ágúst.
Birna Líf tók þátt í Matariki hátíð í skólanum sem er nýjársfagnaður Maori og var hún í svokölluðum Kapa Haka hóp sem söng og dansaði á skemmtuninni. Meðfylgjandi er mynd af henni í hefðbundnum Kapa Haka fötum sem hún tók sig vel út í. Árni Kristinn var að klára Beebopper tónlistarnámskeiðið sitt og er nú útskrifaður og fer að læra á píanó á næstu önn sem hann er mjög spenntur fyrir. Rétt fyrir brottför til Íslands var svo 4ra ára afmæli hjá Hugo, besta vin Árna Kristins og voru allir klæddir eins og sjórængjar. Svo var öllu pakkað niður fyrir Íslandsferðina og við fengum Magnús, Þórhildi og Krakkana í heimsókn og höfðum kjötsúpu um kvöldið og fórum með þau í göngutúr um Lyttelton og var rosagaman að fá þau í heimsókn, en þau voru á leið í smávetrarfrí til Ástralíu.

Júní 3 - Stefán Magnús í pössunVið vorum svo heppin að fá að passa Stefán Magnús í smátíma á meðan María og Bergur þurftu að fara til Wellington. Eftir smá mótmælagrát í bílnum...sennilega bara að mótmæla því að ég keyrði spegilinn af bílnum þegar ég bakkaði út heima hjá þeim þá féll allt í ljúfa löð og hann lék sér við Árna Kristinn og Birnu Líf og stóð sig alveg eins og hetja í fyrstu næturpössuninni, held hann hafi verið mjög spenntur að sofa inni hjá hinum krökkunum.

Júní 2 - Afmæli Birnu Lífar
Birna Líf varð sjö ára í ár....hún vildi endilega hafa veisluna í Cheeky Monkeys og fékk að bjóða öllum helstu vinkonum sínum. Þetta var mikið húllumhæ með hoppukastala, sjóræningjaskipi, fjársjóð, Carolyn kom sem trúður og svo endaði allt saman á diskóteki og limbókeppni. Líf og fjör og má segja að metnaðurinn við afmælistertuna hafi sennilega slegið út erfiðleikaskala fyrir ára. Turnarnir héldu sér þó allir á leiðina í veisluna þrátt fyrir að vera vel skakkari en sá frægi í Pisa

Júní - Hilmar fer að vinna í DunedinSíðustu 6 mánuðina af þjálfun minni í bráðalækningum þurfa því miður að fara fram í Dunedin sem er rúmum 400 km suður af Christchurch. Ég er nú svo heppinn að Mikki er líka að fara suður eftir og við getum skipt vöktum eins og okkur sýnist og ég ætti því að geta farið a.m.k. 2-3 í mánuði til Lyttelton þar sem við ætlum ekki að rífa krakkan úr skóla/leikskóla fyrir þennan stutta tíma. Við pökkuðum því hafurtaskinu mína (kajak, fjallahjól etc) og keyrðum öll niður eftir til að kíkja saman á híbýli mín hér niðurfrá. Þetta var ljómandi skemmtileg helgi, við heimsóttum meðal annars Aquarium í Portobello og nutum samvista með Magnúsi, Þórhildi og börnum. Birna Líf og Gerður María náðu alveg svakalega vel saman og Birna Líf spyr mjög reglulega hvenær hún hitti íslensku vinkonu sína aftur.